Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 181 svör fundust

Hvað eru mörg bein í mannslíkamanum?

Í mannslíkamanum eru 206 bein. Þau eru flokkuð í tvo hópa eftir hlutverki þeirra. Í ásgrindinni, sem heldur uppi bolnum, eru 80 bein og í limagrindinni, sem er í handleggjum og fótum eru 126 bein. Maðurinn hefur þróast þannig að vöðvum sem tengjast beinum í ásgrindinni (stöðuvöðvar) og vöðvum sem tengjast beinum í...

Nánar

Til hvers þurfum við tær?

Í hvorum fæti eru 26 bein og 33 liðamót. Um 20 vöðvar hreyfa þessi bein og sinar toga líkt og teygjur í beinin þegar vöðvarnir dragast saman. Í hvorum fæti eru 100 liðbönd sem tengja bein við bein og brjósk við bein og halda öllum hlutum fótarins saman. Stóratá tekur þátt í að halda jafnvægi og hinar tærnar vir...

Nánar

Hver var William Rayleigh og hvert var hans framlag til vísindanna?

John William Strutt fæddist í Essex á Englandi 1842. Hann var af aðalsættum, sonur Johns Strutts baróns Rayleigh og erfði titilinn sem þriðji barón Rayleigh eftir föður sinn 1873. Framan af var skólaganga hans skrykkjótt vegna heilsubrests og umhverfið sem hann mótaðist í snerist um óðöl og landbúnað frekar en vís...

Nánar

Af hverju eru dýr lægra sett en menn?

Okkur þykir vænt um gæludýrin okkar. Við gefum þeim nöfn og þau svara kalli okkar. Við gleðjumst með þeim þegar þau leika sér og finnum til með þeim þegar þau eiga bágt. Þau virðast hafa persónuleika. Gæludýrin kunna ekki að tala en okkur finnst að þau hagi sér oft alveg eins og menn. Er þá rétt að segja að mannes...

Nánar

Hvers vegna dó Steller-sækýrin út?

Hinar risavöxnu Steller-sækýr (Hydrodamalis gigas) sem einnig nefnast barkardýr, lifðu í grunnum og köldum sjó við Kommandorskye- og Blizhnie-eyjar í Beringshafi. Þær voru stærstar allra sækúa (Sirenia), vógu á bilinu 5-11 tonn og gátu orðið tæpir 8 metrar á lengd. Teikning af Steller-sækú (Hydrodamalis gigas...

Nánar

Hvert er strjálbýlasta land í heimi?

Ef við skoðum kort sem sýnir hvernig mannkynið dreifist um jörðina kemur berlega í ljós að dreifingin er langt frá því að vera jöfn. Raunin er sú að um helmingur jarðarbúa býr á um 5% af þurrlendi jarðar og um 90% mannkyns býr á tæplega 20% þurrlendis. Þéttleiki byggðar í heiminum. Um það bil þriðjungur a...

Nánar

Hvað hefði gerst ef öndvegissúlurnar hefðu skolast til Grænlands?

Fyrst og fremst hefðu þrælar Ingólfs alls ekki fundið súlurnar á gönguferð sinni meðfram strönd Íslands til vesturs frá Ingólfshöfða. Þeir hefðu nefnilega hvorki getað látið sér detta í hug að sigla áfram vestur á bóginn til Grænlands né heldur hefðu þeir ráðið við það í beinu framhaldi af erfiðri ferð til Íslands...

Nánar

Hvar á Íslandi á að vera mestur draugagangur?

Þessari spurningu er ógjörningur að svara. Draugagangur fer í rauninni eftir því hversu mikið er um sagnamenn eða sagnasafnara á hverjum stað. Fyrir fáum áratugum mátti sjá því haldið fram að Austur-Skaftafellssýsla og sérstaklega Suðursveit væri meira draugabæli en önnur héruð. Það var blátt áfram vegna þess hve ...

Nánar

Hvað er mikill sykur í kóki?

Samkvæmt upplýsingum um næringargildi sem eru á kókflöskum og dósum eru 10,6 grömm af kolvetnum (sykri) í hverjum 100 millilítrum af gosdrykknum. Það þýðir að í hálfum lítra, sem er vinsæll skammtur af kóki, eru um 53 grömm af sykri. Í tveggja lítra flösku er sykurmagnið um 212 grömm. Til þess að átta sig betu...

Nánar

Er rangt að skjóta og drepa önnur spendýr?

Skotveiðar á spendýrum, öðrum en þeim sem við flokkum sem meindýr, hafa að mörgu leyti sérstaka stöðu í hugum fólks. Slíkar veiðar eru vissulega umdeildari heldur en stangveiði og skotveiðar á fuglum. En í hugum margra er það að skjóta villt spendýr síst verra heldur en að rækta dýr í litlum búrum og slátra, eins ...

Nánar

Skemmir sódavatn tennur?

Í stuttu mál er sódavatn ekki glerungseyðandi nema sýru, eins og til dæmis sítrónusýru, sé bætt út í það. Íslenskt vatn er frekar basískt og hefur pH-gildi talsvert yfir 7,0 (sem er hlutlaust). Þegar vatni er breytt í gosvatn með því að setja í það kolsýru lækkar pH-gildi þess og það verður súrara en venjulegt ...

Nánar

Hvað hafa Íslendingar verið margir frá landnámi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað hafa Íslendingar verið margir frá landnámi? Heildartala allra Íslendinga. Takk. Í svari við spurningunni Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi? áætlar Gísli Gunnarsson að um 1.300.000 einstaklingar hafi fæðst á Íslandi frá landná...

Nánar

Fleiri niðurstöður